Fróðlegt væri að sjá hvernig þessum fjármunum skal varið

Þeas. hvort þessir peningar verða afhentir einhverjum fulltrúum palestínumanna,
eða hvort þessir  fjármunir verða greiddir  íslenskum fyrirtækjum, sem svo afhenda
vöru og/eða þjónustu sína í Palestínu. 

Seinni hátturinn er oft hafður á meðal þjóða, en er í raun ríkisstyrkur til viðkomandi
fyrirtækja, þó opinberir þiggjendur aðstoðarinnar, í þessu tilviki palestínumenn,
kunni að hafa eitthvert gagn af.  Það er þó alls ekki alltaf raunin, eins og velþekkt
er í þessum alþjóða-aðstoðar bransa.

Manni dettur í hug að þó neyðin sé mikil í Palestínu mætti vel verja þessum peningum
í þörf verkefni innanlands.  En ef hér er fyrst og fremst um að ræða framlög til íslenskra
fyrirtækja, er þetta þó innspýting í íslenska hagkerfið.

En semsagt væri fróðlegt að sjá hvernig ætlunin er að verja þessum peningum. 

  


mbl.is Framlag Íslands 4 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög eru lög

Hverri þjóð er í sjálfsvald sett að setja lög og framfylgja þeim eins og henta þykir.

Það er því bæði fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að manneskja sem hefur brotið
lög í bandarikjum norður ameríku sé meðhöndluð samkvæmt reglum og venjum
þar í landi, þegar til hennar næst. Það er á ábyrgð lögbrjótsins að kynna sér
afleiðingar gerða sinna, í því landi þar sem brotið er framið.

Þessi kona ætti í fyrsta lagi að skammast sín fyrir að hafa brotið bandarísk lög,
en enn meira og í öðru lagi að skammast sín fyrir að vera að væla þetta í fjöl-
miðlum og eyða tíma utanríkisráðuneytisins með vitleysunni.

Konan segist (í MBL í morgun) ekki ósátt við að hafa verið vísað úr landi, en
ósátt við meðferðina. Hversvegna telur hún að hún eigi að fá einhvern afslátt
frá venjum bandaríkjamanna um meðferð á óþekktum glæpamönnum?
Vegna þess að hún er ung og lagleg kona? Vegna þess að henni finnst yfirsjón
sín léttvæg? Það eru ekki rök sem duga á bandaríska skrifræðið. Lögbrot er
lögbrot, og það að hún hafi sloppið í gegn einusinni fríar hana ekki frá því að
sæta afleiðingum gerða sinna.

Hún ætti einfaldlega að skammast sín, og halda sig innanlands og/eða innan
ramma laganna í hverju landi sem hún heimsækir.

Þáttur Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráðherra í þessu máli er svo fáránlegur,
að engu tali tekur. Hvað ætli hún segi, þegar utanríkisráherra Litháen fer
að skipta sér af því hvernig málarekstur gegn búðarþjófunum frægu gengur
fyrir sig hér í Reykjavík?


Um bloggið

Tryggvi Edwald

Höfundur

Tryggvi Edwald
Tryggvi Edwald
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband