13.12.2007 | 19:17
Lög eru lög
Hverri þjóð er í sjálfsvald sett að setja lög og framfylgja þeim eins og henta þykir.
Það er því bæði fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að manneskja sem hefur brotið
lög í bandarikjum norður ameríku sé meðhöndluð samkvæmt reglum og venjum
þar í landi, þegar til hennar næst. Það er á ábyrgð lögbrjótsins að kynna sér
afleiðingar gerða sinna, í því landi þar sem brotið er framið.
Þessi kona ætti í fyrsta lagi að skammast sín fyrir að hafa brotið bandarísk lög,
en enn meira og í öðru lagi að skammast sín fyrir að vera að væla þetta í fjöl-
miðlum og eyða tíma utanríkisráðuneytisins með vitleysunni.
Konan segist (í MBL í morgun) ekki ósátt við að hafa verið vísað úr landi, en
ósátt við meðferðina. Hversvegna telur hún að hún eigi að fá einhvern afslátt
frá venjum bandaríkjamanna um meðferð á óþekktum glæpamönnum?
Vegna þess að hún er ung og lagleg kona? Vegna þess að henni finnst yfirsjón
sín léttvæg? Það eru ekki rök sem duga á bandaríska skrifræðið. Lögbrot er
lögbrot, og það að hún hafi sloppið í gegn einusinni fríar hana ekki frá því að
sæta afleiðingum gerða sinna.
Hún ætti einfaldlega að skammast sín, og halda sig innanlands og/eða innan
ramma laganna í hverju landi sem hún heimsækir.
Þáttur Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráðherra í þessu máli er svo fáránlegur,
að engu tali tekur. Hvað ætli hún segi, þegar utanríkisráherra Litháen fer
að skipta sér af því hvernig málarekstur gegn búðarþjófunum frægu gengur
fyrir sig hér í Reykjavík?
Um bloggið
Tryggvi Edwald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir að hafa lesið þennan pistil ætti það að vera ljóst að nú þarf einhver að skammast sín, -og skammast sín mikið.
En enginn þeirra sem nefndur var.
Árni Gunnarsson, 13.12.2007 kl. 19:55
Þetta mál er út úr öllu korti!
Frekja Erlu óskar sem öskrar vegna óréttlátrar meðhöndlunar starfsmanna vegabréfseftirlits Bandaríkjanna... .Hvernig væri fyrir hana að kynna sér innflutningslög og reglur þess lands sem hún ætlar að heimsækja? . Ekki síst afleiðingar af fyrri brotum á þeim reglum... .Og þá þáttur Utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar sem krefur bandarísk yfirvöld að byðjast afsökunar...Á því einu að þeir fara að eigin lögum varðandi innflytjendalöggjöf landsins!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.